spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Actavismótið á Ásvöllum o.fl.

Leikir dagsins: Actavismótið á Ásvöllum o.fl.

07:00
{mosimage}

(Það er jafnan líf og fjör á Actavismótum Hauka)

Hið árlega Actavismót Hauka fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og á morgun en mótið er fyrir körfuknattleiksiðkendur á aldrinum 6-11 ára. 85 lið frá 13 félögum eru skráð til keppni þetta árið og munu um 130 leikir fara fram um helgina og er fólk hvatt til að leggja leið sína á Ásvelli til að fylgjast með hetjum framtíðarinnar leika listir sínar.

Fjöldi leikja er svo í neðri deildunum í dag og munu KFÍ og UMFH mætast kl. 14:00 á Ísafirði í leik sem fresta varð í gær þar sem ekki var hægt að lenda á Ísafirði. Einnig er keppt í 1. deild kvenna og 2. deild karla og fleiri yngri flokkum en yfirlit yfir leiki dagsins má nálgast á leikvarpi KKÍ – http://kki.is/leikvarp.asp?Dags=10.1.2009

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -