Rétt eins og í gær verður mikið um að vera á EM í Slóveníu í dag en tólf leikir eru á dagskránni í dag. Það verður boðið upp á slag Norðurlandaþjóða aldrei þessu vant á lokamóti EM þegar Finnar og Svíar mætast.
Leikir dagsins:
Úkraína – Ísrael
Svartfjallaland – Lettland
Króatía – Georgía
Finnland – Svíþjóð
Þýskaland – Belgía
Bosnía og Hersegóvína – Serbía
Pólland – Tékkland
Ítalía – Tyrkland
Bretland – Frakkland
Litháen – Makedónía
Slóvenía – Spánn
Grikkland – Rússland
Mynd/ Fyrir viðureign Litháa og Serba í gær fékk Jonas Valanciunas afhent verðlaun frá FIBA Europe sem besti ungi leikmaðurinn í Evrópu. Þetta var annað árið í röð sem hann hlýtur þessa nafnbót.



