spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins á EM: Risadagurinn

Leikir dagsins á EM: Risadagurinn

 
Sannkallaður risadagur er á EM í dag þar sem þrír svaðalegir leikir eru á boðstólunum. Það eru Spánn og Serbía sem ríða á vaðið kl. 12.15 að íslenskum tíma en milliriðlarnir eru nú í fullum gangi.
Aðrir leikir dagsins eru Þýskaland-Tyrkland og svo Litháen og Frakkland. Sigur myndi vænka hag Þjóðverja sem eru á botni milliriðils E en Tyrkir eru ekki síður í basli í næstneðsta sæti svo von er á blóðugri baráttu.
 
Mynd/ FIBA EUROPE: Ricky Rubio og félagar í spænska liðinu mæta Serbum í hádeginu.
 
Fréttir
- Auglýsing -