spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: 8-liða úrslitin halda áfram

Leikir dagsins: 8-liða úrslitin halda áfram

09:30
{mosimage}

8-liða úrslitin í Subwaybikar karla og kvenna halda áfram í kvöld með fjórum leikjum. Einn leikur fer fram í karlaflokki þegar Grindavík tekur á móti ÍR í Röstinni kl. 19:15. Grindavík stöðvaði sigurgöngu ÍR í Iceland Express deildinni á dögunum og verður fróðlegt að sjá hvort ÍR-ingum takist að launa þeim lambið gráa.

Þrír leikir eru svo í Subwaybikar kvenna sem allir hefjast kl. 19:15. Skallagrímur og Hekla mætast í Borgarnesi, Fjölnir tekur á móti Val í Grafarvogi og stórleikurinn í kvennaflokki er viðureign Keflavíkur og Hamars sem fram fer í Toyotahöllinni í Keflavík.

Þá eru einnig tveir bikarleikir í yngri flokkum í kvöld. KR tekur á móti Keflavík í unglingaflokki karla kl. 21:00 í DHL-Höllinni og í stúlknaflokki eigast við Grindavík og Keflavík B í Röstinni í Grindavík kl. 21:15.

Einn leikur er svo í unglingaflokki karla þegar Valur tekur á móti Haukum kl. 20:30 í Vodafonehöllinni.

Þau lið sem hafa tryggt sig áfram í karlaflokki:
KR
Stjarnan
Grindavík/ÍR – ræðst í kvöld
UMFN/Haukar – ræðst annað kvöld

Þau lið sem hafa tryggt sig áfram í kvennaflokki:
KR
Skallagrímur/Hekla – ræðst í kvöld
Fjölnir/Valur – ræðst í kvöld
Keflavík/Hamar – ræðst í kvöld

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -