spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins ? 17. umferð klárast

Leikir dagsins ? 17. umferð klárast

06:00

{mosimage}
(Það verður enginn Fannar í kvöld)

Leikið er víða um land í dag í hinum ýmsu keppnum. Síðustu tveir leikir 17. umferðar karla í Iceland Express-deildinni fara fram ásamt fleiri leikjum.

Augu allra verða vestur í bæ í kvöld þegar tvö efstu lið Iceland Express-deildar karla mætast Keflavík og KR. KR-ingar sitja í 2. sæti ásamt Grindavík en með sigri fara KR-ingar upp fyrir Grindavík og jafna Keflvíkinga á toppnum. Stórleikurinn hefst kl. 19:15.

Í Grafarvoginum taka heimamenn á móti ÍR. Fjölnir þarf nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætla að halda sér í deildinni en þeir erumeð 8 stig í 11. sæti á meðan næstu lið fyrir ofan eru með 12 stig. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Breiðablik mæta Þór Þorlákshöfn í kvöld í Smáranum kl. 19:15. Breiðablik hefur unnið alla 13 leiki sína í 1. deild karla í vetur og eru efstir. Þór Þ. er í 4. sæti ásamt Haukum með 14 stig.

Einn leikur er í 1. deild kvenna en þá tekur topplið Snæfells á móti botnliði Breiðabliks og hefst leikurinn kl. 19:15.

Einnig er leikið í 2. deild kvenna og yngri flokkunum en undanúrslit í bikarkeppninni eru að klárast.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -