06:00
{mosimage}
(Bikarmeistarar Grindavíkur fá Val í heimsókn í kvöld)
Í kvöld hefjast 16 liða úrslitin í Subwaybikar karla og kvenna. Fjórir leikir eru í kvennaflokki og er fyrsti leikur kvöldsins sá fyrri í veglegum tvíhöfða sem fram fer í Grindavík. Kvennalið Grindavíkur tekur á móti Val í Röstinni í Grindavík kl. 19:00. Svo kl. 21:00 verður innanbæjarslagur Grindavíkur og Grindavíkur B í karlaflokki og því von á miklu fjöri í Röstinni í kvöld.
Aðrir leikir í kvennaflokki:
Snæfell tekur svo á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur kl. 19:15, Njarðvíkingar fá KR í heimsókn og Skallagrímur leikur gegn Þór Akureyri.
Leikirnir í karlaflokki:
Eins og fyrr greinir er tvíhöfði í Röstinni, KR tekur á móti Fjölni kl. 19:00 í Vesturbænum og KR B fær Hauka í heimsókn kl. 21:00 í DHL-Höllinni svo það er einnig um tvíhöfða að ræða hjá KR-ingum í kvöld og ljóst að víða fá körfuknattleiksunnendur veglega skemmtun fyrir aurinn.
16 liða úrslitin halda áfram annað kvöld og þeim lýkur svo á föstudag.



