09:01
{mosimage}
(Fannar Ólafsson og félagar í KR taka á móti botnliði Skallagríms í kvöld)
Tíunda umferðin í Iceland Express deild karla hefst í kvöld en þetta er jafnframt næstsíðasta umferðin í deildinni fyrir jólahlé. Þrír leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla og hefjast þeir allir kl. 19:15.
Í Vesturbænum mætast ósigraða liðið og sigurlausa liðið þegar topplið KR fær botnlið Skallagríms í heimsókn og ljóst að það er ,,brekka“ framundan hjá Skallagrím sem eru með æði langan meiðslalista.
Nýliðar FSu fá Grindavík í heimsókn í Iðu á Selfossi og þá mætast Snæfell og Stjarnan í Stykkishólmi þar sem Justin Shouse mun í fyrsta sinn heimsækja sína gömlu félaga í Hólminn.
Einn leikur er svo á dagskrá í 1. deild karla þegar Fjölnir tekur á móti Þór Þorlákshöfn í Grafarvogi kl. 19:15. Liðin eru jöfn í 4.-5. sæti deildarinnar og það lið sem ber sigur úr býtum í kvöld getur jafnað Val í 3. sæti deildarinnar sem hefur 10 stig.



