07:30
{mosimage}
(Sveinbjörn Claessen og félagar hjá ÍR verða í beinni á Stöð 2 sport í kvöld)
Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla heldur áfram í dag þegar leikið verður í Seljaskóla og í Stykkishólmi. Snæfell fær Njarðvík í heimsókn og ÍR tekur á móti Íslandsmeisturum KR. Leikur Snæfells og Njarðvíkur hefst kl. 19:15 en viðureign ÍR og KR hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
Snæfell leiðir einvígið gegn Njarðvík 1-0 eftir sigur í Ljónagryfjunni þar sem félagarnir Justin Shouse og Slobodan Subasic áttu glimrandi dag. ÍR leiðir 1-0 gegn KR eftir sigur í DHL-Höllinni en slíkt hið sama var uppi á teningnum í fyrra þegar liðin mættust í fyrstu umferð.
Þá ræðst það einnig í kvöld hvort það verði Laugdælir eða ÍA sem fara upp í 1. deild karla með Hrunamönnum. Liðin mætast á Laugarvatni í undanúrslitum 2. deildar karla kl. 20:00.



