spot_img
HomeFréttirLeikið til úrslita í Ljónagryfjunni

Leikið til úrslita í Ljónagryfjunni

Í dag fara fram báðir úrslitaleikirnir í Lengjubikarkeppninni en leikið er til úrslita í karla- og kvennaflokki. Báðir leikirnir fara fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Fyrri leikurinn er úrslitaviðureign Vals og Hauka sem hefst kl. 17:00.
 
Úrslitaleikur karla hefst kl. 19:15 en þar eigast við Keflavík og KR. Keflavík rassskellti Snæfell í undanúrslitum en KR marði sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur. Báðir leikirnir verða í beinni netútsendingu hjá Sport TV.
  
Fréttir
- Auglýsing -