spot_img
HomeFréttirLeikið í neðri deildunum

Leikið í neðri deildunum

10:56

{mosimage}
(Menntskælingar skella sér í Sandgerði í dag)

Í dag eru nokkrir leikir á dagskrá. Í 1. deild karla fá Hattarmenn Valsara í heimsókn á Egilsstaði og hefst leikurinn kl. 15:30. Eftir góða byrjun í deildinni hefur Valur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, aðeins lagt Ármann/Þrótt að velli en tapað fyrir FSu, Breiðablik og KFÍ. Með sigri í dag geta Valsmenn jafnað Þór Þ. í 3. sæti deildarinnar. Valsmenn eru sem stendur í 4.-5. sæti með 8 stig ásamt Haukum. Höttur er búinn að tapa þremur leikjum í röð í 1. deildinni og unnu síðast 3. nóvember þegar Ísfirðingar heimsóttu þá. Höttur er í 6.-8. sæti með sex stig eins og Ármann og KFÍ. Leikurinn hefst kl. 15:30.

Menntaskólapiltarnir í FSu heimsækja Reynismenn í Sandgerði í dag kl. 17:00. Staða þessara liða er ólík í deildinni. Reynir með aðeins einn sigur í sjö tilraunum á meðan Selfyssingarnir eru í toppbaráttunni með sex sigra í sjö leikjum. Með sigri í dag styrkir FSu sig í 2. sæti deildarinnar og ná fjögurra stiga forystu á Þór Þ. Reynismenn hafa aðeins unnið botnlið Þróttar frá Vogum og þurfa nauðsynlega á stigum að halda ef þeir ætla að bjarga sér frá falli.

Einnig er leikið i 2. deild karla og svo er einn bikarleikur í 10. flokki kvenna.

Í Grindavík kl. 17:00 mætast B-lið Hauka og Grindavíkur.

Kl. 16:30 tekur B-lið Stjörnunar á móti kollegum sínum í ÍR.

Breiðablik-B fá Val-B í Smárann í dag kl. 16:00.

Í bikarkepnni 10. flokks kvenna mætast KR og Skallagrímur í DHL-höllinni kl. 16:00.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -