spot_img
HomeFréttirLeikið í Iceland Express-deild kvenna í kvöld

Leikið í Iceland Express-deild kvenna í kvöld

12:53

{mosimage}
(Monique Martin hefur leikið vel fyrir KR)

Tveir leikir eru á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í kvöld en þá lýkur 8. umferð. Íslandsmeistarar Hauka heimsækja Fjölnisstúlkur í Grafarvoginn. Fjölnir situr á botni deildarinnar með tvö stig eins og Hamar og Valur.

Hamarsstúlkur fá spútníklið Iceland Express-deildarinnar KR í heimsókn. Gengi KR hefur verið afbragðsgott á tímabilinu en nýliðarnir hafa komið á óvart og spilað vel gegn bestu liðum deildarinnar og þær unnu Hauka í síðasta leik. Hvergerðingum hefur ekki gengið nægilega vel en liðið er á öðru ári í deildinni. Leikirnir hefjast kl. 19:15.

Mynd: [email protected]

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -