spot_img
HomeFréttirLeikið í Iceland Express-deild karla

Leikið í Iceland Express-deild karla

11:08

{mosimage}
(Skallarnir fá Grindavík í heimsókn í kvöld)

Fjórir leikir eru á dagskrá í Iceland Express-deild karla í dag. Í Borgarnesi mætast liðin í 3.  og 4. sæti þegar Grindvíkingar koma í heimsókn. Ef Skallarnir ætla að taka þriðja sætið verða þeir að vinna í kvöld en með sigri þá fara Grindvíkingar lang leiðina með að tryggja sér það sæti.

Í Hveragerði taka heimamenn á móti Þór Akureyri. Eftir sigur Þórs á Stjörnunni um síðustu helgi er liðið í ágætri stöðu fyrir lokasprettinn en sigur í dag er báðum liðum nauðsynlegur. Þetta er sannkallaður fjögurra stiga leikur.

Á Króknum fer fram viðureign Snæfells og Tindastóls. Tindastóll er að berjast um sæti í úrslitakeppni og að forðast fall á meðan Snæfellingar eru að reyna þokast upp töfluna fyrir úrslitakeppnina en þeir eru í 6. sæti með 16 stig.

Njarðvíkingar heimsækja Stjörnuna í Ásgarð. Stjarnan á góðar minningar frá síðustu viðureign þessa liða en þá fóru strákarnir úr Garðabæ með sigur af hólmi í Ljónagryfjunni. Eftir tap um síðustu helgi fyrir Þór Akureyri þurfa þeir á stigum að halda enda hafa þeir aðeins tveimur stigum meira en Fjölnir sem er í 11. sæti og fallsæti.

Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.

[email protected]

Mynd: Svanur Steinarsson

Fréttir
- Auglýsing -