14:25
{mosimage}
Fimm leikir fara fram í íslensku deildunum í kvöld og eru þrír leikir í 1. deild karla á dagskrá. Nágrannaslagur Breiðabliks og Stjörnunnar vekur kannski mesta athygli en Stjarnan lét nýverið þjálfara sinn og leikmann, Derrick Stevens, taka hatt sinn og staf en árangur hans með liðið þótti ekki standa undir væntingum. Derrick mun þó eitthvað áfram þjálfa 11. flokk félagsins. Blikar hafa unnið tvo leiki það sem af er og tapað tveimur en Stjarnan hefur tapað þremur fyrstu leikjunum sínum.
Aðrir leikir í 1. deild eru viðureignir Vals og Ármanns/Þróttar en sá leikur hefst kl. 20:15 í Kennaraháskólanum og kl. 19:15 taka Þórsarar á móti KFÍ á Akureyri.
Í 2. deild kvenna mætast Snæfell og UMFH kl. 20:00 og í Lýsingarbikarkeppni kvenna mætast Fjölnir og Skallagrímur kl. 19:15 í Rimaskóla.
Allir á völlinn!