spot_img
HomeFréttirLeikguðinn í fyrsta skipti í úrslit deildarinnar

Leikguðinn í fyrsta skipti í úrslit deildarinnar

 

Tveir leikir fóru fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.

 

Í þeim fyrri sigruðu Houston Rockets lið Utah Jazz. Sigurinn sá fjórði í einvíginu fyrir Rockets og fara þeir því áfram til úrslita Vesturstrandarinnar. Sem áður var það leikguðinn Chris Paul sem var að gera hlutina fyrir Rockets. Skoraði 41 stig, tók 7 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leiknum. Fyrir Jazz var nýliðinn Donovan Mitchell bestur. Skoraði 24 stig og gaf 9 stoðsendingar.

 

Í seinni leiknum lögðu meistarar Golden State Warriors lið New Orleans Pelicans. Sigurinn einnig sá fjórði fyrir Warriors og munu þeir því mæta Rockets í úrslitum deildarinnar. Stephen Curry bestur í liði meistranna með 28 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Fyrir Pelicans var Anthony Davis bestur, skoraði 34 stig og tók 19 fráköst.

 

Ljóst er því að Houston Rockets og meistarar Golden State Warriors mætast í þessum úrslitum Vestursins, sem eru undanúrslit NBA deildarinnar í heild, en fyrsti leikur er komandi sunnudag.

 

Hér er Pocast Körfunnar sem fór vel yfir stöðu mála í úrslitakeppninni NBA deildarinnar 

 

 

 

Úrslit næturinnar:

 

Utah Jazz 102 – 112 Houston Rockets

(Houston komnir áfram 4-1)

 

New Orleans Pelicans 104 – 113 Golden State Warriors

(Warriors komnir áfram 4-1)

 

 

Hérna er það helsta úr leikjunum:

 

Fréttir
- Auglýsing -