spot_img
HomeFréttirLeikgleðin í fyrirrúmi á Póstmótinu

Leikgleðin í fyrirrúmi á Póstmótinu

Nú um helgina fór fram Póstmót Breiðabliks í körfuknattleik. Mótið heppnaðist mjög vel og leikgleðin skein úr andlitum þátttakenda. Tæplega 600 keppendur í 102 liðum frá 14 félagsliðum spiluðu um það bil 200 leiki á 5 völlum í Smáranum og Kórnum.
 
Þátttakendur á mótinu voru stelpur og strákar á aldrinum 6-11 ára og markmið mótsins að krakkarnir kynnist leiknum, öðrum liðum og fyrst og fremst hafi gaman saman.
 
Þegar liðin luku keppni fengu þau verðlaun og gjöf frá Póstinum og fóru svo í myndatöku.
 
Körfuknattleiksdeild Breiðabliks vill koma fram þakklæti til allra þeirra iðkenda, foreldra og annarra sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -