spot_img
HomeFréttirLeikdagur: Langt ferðalag að baki

Leikdagur: Langt ferðalag að baki

Íslensku landsliðin í körfubolta eru komin á Smáþjóðaleikana í San Marínó eftir tæplega 50 klukkustunda ferðalag! Í dag er leikdagur hjá karlaliðinu og ljóst að það verður áskorun fyrir landsliðið að vinda úr sér ferðalagið og hoppa inn í leik. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ setti á Facebook-síðu sína í nótt að hópurinn hefði runnið í hlað kl. 04:00 í nótt að staðartíma í San Marínó eða kl. 02:00 að íslenskum tíma.

Á heimasíðu KKÍ segir að kvennaleikurinn milli Íslands og Lúxemborgar sem fara átti fram í dag hafi verið færður fram á föstudag að ósk beggja þjóða. Kvennaliðið fær því rýmri tíma til að ná úr sér þessu langa og stranga ferðalagi.

Í frétt KKÍ kemur fram:

Framundan í dag: Landslið karla hefur leik kl. 13:00 (15:00 að staðartíma í SM) gegn Kýpverjum.

Þar sem mót kvennakeppninnar var styttra á leikunum náðist að færa leikinn í dag gegn Lúxemborg fram á föstudag sem var frídagur, en það var ósk Íslands og Lúxemborgar, og búið er að breyta því. Þær æfa því í dag og hafa meiri tíma í aðlögun.

Strákarnir leika fimm leiki næstu daga í röð og því var ekki hægt að breyta dagskránni hjá þeim. Framundan er leikur gegn kunnulegum andstæðingum, landsliði Kýpur, en þeir eru með nánast sama lið og í undankeppninni sl. haust þar sem leikið var í undankeppni EuroBasket 2017. Kýpverjar hafa bætt við einum sterkum leikmanni og því ljóst að strákarnir okkar fá verðugan andstæðing í dag.

Lifandi tölfræði og útsendingar:
LIVEstatt verður frá öllum leikjum karla og kvenna á slóðinni www.sanmarino2017.sm/en/live-score/

Fréttir
- Auglýsing -