spot_img
HomeFréttirLeikdagar undanúrslita fyrstu deildar karla og innbyrðisviðureignir tímabilsins – Hvaða lið fer...

Leikdagar undanúrslita fyrstu deildar karla og innbyrðisviðureignir tímabilsins – Hvaða lið fer með Álftanesi upp í Subway?

Undanúrslit fyrstu deildar karla rúlla af stað komandi föstudag 31. mars. Tvö lið fara upp úr fyrstu deild karla í Subway deildina. Álftnesingar höfðu þegar tryggt sig beint upp með því að vinna deildarmeistaratitilinn, en liðin í sætum 2 til 5 munu leika um hitt sætið. Til þess að komast upp þurfa liðin að vinna þrjá leiki í undanúrslitum og þrjá leiki í úrslitaeinvígi.

Álftnesingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á innbyrðisstöðu gegn Hamri sem voru með jafn marga sigra í öðru sæti deildarinnar. Nokkuð var svo í Sindra sem var í þriðja sætinu með 36 stig, Skallagrím í 4. sætinu með 30 stig og svo var Fjölnir síðasta liðið inn í undanúrslitin með 26 stig.

Hamar 3 – 0 Fjölnir / Hérna er hægt að skoða leikina

Hamar mætti Fjölni í þrígang í vetur og hafði sigur í öll þrjú skiptin. Með 9 stigum í nóvember, 12 stigum í febrúar og svo 9 stigum þann 24. mars síðastliðinn.

Sindri 1 -2 Skallagrímur / Hérna er hægt að skoða leikina

Sindri og Skallagrímur mættust líka þrisvar í deildinni í vetur. Sindri vann aðeins fyrsta leikinn með 5 stigum í Borgarnesi í endaðan september. Skallagrímur vann svo með 3 stigum á Höfn í byrjun desember og 1 stigi í Borgarnesi um miðjan febrúar.

Leikdagar undanúrslita:

Hamar (2) gegn Fjölni (5)

31.03 – Hveragerði

03.04 – Grafarvogur

06.04 – Hveragerði

09.04 – Grafarvogur (ef þarf)

13.04 – Hveragerði (ef þarf)

Sindri (3) gegn Skallagrími (4)

31.03 – Höfn í Hornafirði

03.04 – Borgarnes

06.04 – Höfn í Hornafirði

09.04 – Borgarnes (ef þarf)

13.04 – Höfn í Hornafirði (ef þarf)

Fréttir
- Auglýsing -