spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLeikdagar klárir fyrir Evrópukvöld í Síkinu

Leikdagar klárir fyrir Evrópukvöld í Síkinu

Leikdagar og mótherjar Tindastóls í Evrópukeppni ENBL voru tilkynntir af félaginu á samfélagsmiðlum í dag.

Um er að ræða Evrópukeppni sem íslensk lið hafa ekki tekið þátt í áður, en mótherjar Tindastóls í keppninni þetta árið eru frá Slóvakíu, Noregi, Tékklandi, Bretlandi, Eistlandi, Kósovó, Króatíu og Belgíu.

Heimaleikir Tindastóls verða fjórir talsins í fyrsta áfanga keppninnar. Hægt er að sjá allar dagsetningar hér fyrir neðan, en fyrsti leikur Tindastóls er úti í Slóvakíu þann 1. október og fyrsti heimaleikur þeirra er gegn liði frá Noregi þann 14. október.

Leikjaplan og dagskrá Tindastóls er eftirfarandi

1.okt kl 18.00 Slovan Bratislava, Slóvakía – Tindastóll

14.okt kl 19.15 Tindastóll – Gimle, Noregi

20.okt kl 18.00 BK Opava, Tékklandi – Tindastóll

11.nóv kl 19.15 Tindastóll – Manchester Basketball, Bretlandi

9.des kl 19.30 Keila, Eistlandi – Tindastóll

6.jan kl 19.00 Prishtina, Kósovó – Tindastóll

20.jan kl 19.15 Tindastóll – Ótilgreint lið frá Króatíu

10.feb kl 19.15 Tindastóll – Brussles Basketball, Belgíu

Dagur Þór Baldvinsson formaður Tindastóls tók þátt í tæknifundi er varðaði keppnina á dögunum og segir það gríðarlegt tækifæri fyrir liðið að taka þátt í þessari keppni. „Þar sem við getum borið okkur saman við aðrar deildir í Evrópu og öðlast alþjóðlega keppnisreynslu. Þar að auki er spennandi fyrir klúbbinn okkar að fá heimaleiki og fá tækifæri til að sýna Evrópuliðum hvernig við gerum þetta hér í Síkinu.“

Fréttir
- Auglýsing -