spot_img
HomeFréttirLeikdagar í undanúrslitum 1. deildar karla

Leikdagar í undanúrslitum 1. deildar karla

Undanúrslitin í 1. deild karla hefjast annað kvöld þar sem Fjölnir og Valur verða á heimavelli. Fjölnismenn taka á móti Hamri í Dalhúsum kl. 19:15 en kl. 19:30 mætast Valur og Breiðablik. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit og í úrslitum þarf einnig að vinna þrjá leiki.

Höttur hefur þegar tryggt sér farseðilinn upp í Domino´s-deild karla á nýjan leik en það verða Fjölnir, Hamar, Valur eða Breiðablik sem munu fylgja þeim upp. Eins og áður hefur komið fram eru það Snæfell og Skallagrímur sem féllu úr úrvalsdeild og leika því í 1. deild á næstu leiktíð.

14. mars
19:15 Fjölnir – Hamar
19:30 Valur – Breiðablik

17. mars
19:15 Breiðablik – Valur
19:15 Hamar – Fjölnir

20. mars
18:00 Valur – Breiðablik
19:15 Fjölnir – Hamar

23. mars – ef þarf
19:15 Breiðablik – Valur
19:15 Hamar – Fjölnir

25. mars – ef þarf
17:00 Fjölnir – Hamar

26. mars – ef þarf
19:30 Valur – Breiðablik

Mynd/ Bára Dröfn – Róbert Sigurðsson og Fjölnlsmenn eru með heimaleikjaréttinn gegn Hamri.

Fréttir
- Auglýsing -