spot_img
HomeBikarkeppniLeikdagar 8 liða úrslita VÍS bikarkeppninnar - Hvaða lið komast í Laugardalshöllina?

Leikdagar 8 liða úrslita VÍS bikarkeppninnar – Hvaða lið komast í Laugardalshöllina?

Á dögunum var dregið í 8 liða úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna. Ekki var þó ljóst nákvæmlega hvenær leikirnir áttu að fara fram. Það hefur hinsvegar verið staðfest og er hægt að sjá bæði leiktíma og dagsetningar hér fyrir neðan.

8 liða úrslit keppninnar munu fara fram 20.-22. janúar. Undanúrslit karla verða svo leikin þriðjudaginn 19. mars 2024 og undanúrslit kvenna miðvikudaginn 20. mars 2024. VÍS bikarúrslitin eru leikin laugardaginn 23. mars 2024 í Laugardalshöll þar sem karlarnir eiga fyrri leikinn og konurnar þann seinni.

VÍS bikar karla

21.1.2024 18:00 Tindastóll-KR
21.1.2024 16:00 Stjarnan-Valur
21.1.2024 19:15 Höttur-Keflavík
21.1.2024 19:15 Grindavík-Álftanes

VÍS bikar kvenna

20.1.2024 17:30 Valur-Grindavík
20.1.2024 18:00 Þór Ak.-Stjarnan
21.1.2024 19:15 Njarðvík-Hamar/Þór Þ.
21.1.2024 19:30 Haukar-Keflavík

Fréttir
- Auglýsing -