Þrír leikir áttu að vera á dagskránni í Iceland Express deild karla í kvöld en viðureign Tindastóls og Stjörnunnar hefur verið frestað og hefur hann verið settur á annað kvöld kl. 19:15 á Sauðárkróki.
Á heimasíðu KKÍ kemur fram að eftir að mótanefnd sambandsins ráðfærði sig við lögreglu og Vegagerðina var ákveðið að fresta leiknum.



