Frestuðum leik KR og Þórs á Akureyri hefur á nýjan leik verið frestað vegna veðurs. Leikurinn er hluti af 11. umferð Dominos deildar karla, en samkvæmt heimildum verður hann leikinn 27. janúar.
Eins og tekið var fram er þetta í annað skiptið sem leiknum er frestað. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa frestun, en hér fyrir neðan má lesa nokkur orð frá reyndum starfsmanni og stuðningsmanni liðsins, Páli Jóhannessyni.