spot_img
HomeFréttirLeik frestað til 20:45 í Síkinu

Leik frestað til 20:45 í Síkinu

Leik Tindastóls og Þór Þorlákshafnar, sem hefjast átti kl. 19.15 í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla í kvöld hefur verið seinkað til kl. 20.45 í kvöld, samkvæmt nýjustu tíðindum frá KKÍ.
 
 
Ástæða frestunarinnar er sú að dómarar leiksins lentu í umferðaróhappi á Holtavörðuheiðinni á leið sinni norður. Blessunarlega eru þeir allir heilir á húfi og eftir samráð við KKÍ, eftirlitsmann, dómara leiksins og forráðamenn beggja liða var ákveðið að leikur kvöldsins færi fram með seinkun.
 
Frá þessu er greint í tilkynningu frá KKÍ. 
  
Fréttir
- Auglýsing -