spot_img
HomeFréttirLeifur Guðjónsson á leið til Basel

Leifur Guðjónsson á leið til Basel

LeibbiLeifur Guðjónsson gerði sér lítið fyrir og setti niður einn vænan þrist í gær og vann sér inn ferð til Basel með Iceland Express. Leifur er gamall hundur úr fótboltanum í Grindavík en í gær sýndi hann á sér aðra hlið og spurning hvort Frikki Ragg geti ekki notað hann í liðið hjá sér.  Skotið var hluti að leik Iceland Express sem settur var upp fyrir úrslitakeppnina. Hittni stuðningsmanna úr stúkunni er búin að vera ótrúlegur og hafa ferðinar runnið út eins og heitar lummur. Ætli Leifur bjóði Rasheed Wallace með sér til Basel?

Fréttir
- Auglýsing -