spot_img
HomeFréttirLeifur Garðarsson - Pepplistinn Minn

Leifur Garðarsson – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli dómarar setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum dómarann Leif Garðarsson til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Leifur, ásamt Jóni Guðmundssyni og Davíð Kristjáni Hreiðarssyni, dæmir annan leik Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni kl. 19:15 í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

 

Leifur:

 

"Þegar maður nær tíma milli vinnu og ferðar á leikstað getur verið gott að ná láréttri ígrundun, þá til dæmis með þetta á fóninum"

Hope for the best – Dikta
Sunny Day in June – Jón Jónsson
Someone like you – Adele
Þú verður að treysta sólinni – Helgi Björnsson
Homeless – Ed Sheeran

Það er mikilvægt að raða í töskuna eftir ákveðnum reglum. Þá getur verið gott að hlusta á:

Love is the Drug – Roxy Music/Bryan Ferry
Dark Water – Agent Fresco

Þegar dómarafatnaður og fylgihlutir eru komnir á sinn stað verður að tryggja að öll athygli sé vöknuð. Þá er fátt betra en:

Árás – Skálmöld
Kvaðning – Skálmöld

Á leið í leik, eftir góðan undirbúning, er mikilvægt að til staðar sé “feel good factor”. Þetta lag toppar þann lista þessa dagana:

Warwick Avenue – Elsa Rut

Dóttir mín & fulltrúi Flensborgarskóla í Söngkeppni framhaldsskólanna 9 apríl.
 

Fréttir
- Auglýsing -