spot_img
HomeFréttirLeifur Garðarsson: Margir af litríkustu leikmönnum landsins

Leifur Garðarsson: Margir af litríkustu leikmönnum landsins

9:39

{mosimage}

Karfan.is náði á Leifi Garðarssyni fyrrum körfuknattleiksdómara og núverandi þjálfara knattspyrnuliðs Fylkis en Leifur dæmdi marga stórleikina í körfuboltanum áður en hann hætti. Síðasta úrslitaviðureign sem hann dæmdi var einmitt fyrsta viðureign Keflavíkur og Snæfells. Hann ætti því að kannast við andrúmsloftið sem er í gangi nú á milli liðanna sem mætast í kvöld.

Við byrjðuðum á að spyrja hann hvernig honum litist almennt á úrslitakeppnina það sem af er.

Það sem ég hef fylgst með af úrslitakeppninni, sem er kannski ekki svo mikið, þá hefur mér litist vel á. Mikil stemming og flott umgjörð og leikirnir jafnir og spennandi – svona flestir. Sá til dæmis leik Snæfells og Grindavíkur um daginn, síðasta leikinn.  Fannst líka ánægjulegt hversu vel dómarar leiksins stóðu sig.

 En úrslitaeinvígið, hvernig líst þér á það? Mér líst líka vel á úrslitaeinvígið.  Tvö flott körfuboltalið þar á ferð sem geta bæði klárað fyrir utan og leitað undir körfuna. Man ekki betur en að ég hafi dæmt, svona rétt áður en ég lagði flautuna á hilluna frægu, úrslitaeinvígi þessara liða 2004. Dæmdi þá flesta leikina og það voru svakalegir leikir og mikil stemming. Ég held að á því verði engin breyting.  Í liðunum eru margir af litríkustu leikmönnum körfuboltans, menn sem þarf ekkert að hvetja til að berjast um hverja tuðru.

Nægir þar að nefna Hlyn Bæringsson hjá Snæfelli og Gunnar Einarsson úr Keflavík.

Ég held og vona að viðureignin fari í oddaleik.  Gaman fyrir körfuboltann.

En hvort liðið vinnur?

Hvort liðið sigrar, tja, nær ógerningur að spá til um slíkt.  Spurning hvort Keflvíkingar haldi sínu striki.  Þegar þeir komast á siglingu þá er það bara í blóðinu að ganga frá andstæðingnum. En Snæfell eru sterkir og ætli ég taki ekki bara óvænta pakkann á þetta og spái því að Snæfell landi titlinum í oddaleik.  Svona bara af því að maður á ættir sínar að
rekja hinum megin við Breiðafjörðinn, Múlanesi á Barðaströnd.

[email protected]

Mynd: Heimasíða Fylkis

Fréttir
- Auglýsing -