Leifur Garðarsson var með U18 strákaliði Íslands í Makedóníu í B deildinni. Þar dæmdi hann einn leik á dag og öðlaðist enn meiri reynslu sem er þó orðin töluverð á þeim bænum.
Leikirnir sem hann dæmdi voru:
Kýpur – Írland 67-61 með Alexey Davydov frá Rússlandi og Rune Larsen frá Danmörku.
Albanía – Úkraína 50-83 með Branislav Mrdak frá Serbíu og Martins Kozlovskis frá Lettlandi.
Makedónía – Ungverjaland 56-78 með Francisco Arana frá Spáni og Vilius Maciulaitis frá Litháen.
Svartfjallaland – Austurríki 87-45 með Francisco Arana frá Spáni og Mykola Ambrosov frá Úkraínu.
Skotland – Úkraína 65-92 með Sergei Beliakov frá Rússlandi og Vincent Delestree frá Belgíu.
Holland – Albanía 92-50 með Milan Brziak frá Slóvakíu og Marc Mouton frá Lúxemborg.
Búlgaría – Georgía 101-103 með Milivoje Jovcic frá Serbíu og Ilias Kounelles frá Kýpur.
Að lokum dæmdi hann svo leik Tékka og Eista um 7. sætið í mótinu og sigruðu Eistar 78-65. Meðdómarar Leifs voru Tomislav Hordov frá Króatíu og Chris Dodds frá Skotlandi.
Frétt: www.kki.is
Mynd: Fiba.com