spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaLeiðir skilja hjá KR og Helga Má

Leiðir skilja hjá KR og Helga Má

Helgi Már Magnússon mun ekki þjálfa karlalið KR á komandi leiktíð í 1. deild karla. Þetta var tilkynnt á Facebook síðu KR í dag. KR-ingar féllu úr efstu deild karla, Subway deildinni, í fyrsta skipti í sögu félagsins á nýliðnu tímabili.

Helgi Már tók við þjálfun KR í annað sinn fyrir síðasta tímabil, en áður hafði hann verið spilandi þjálfari liðsins um stund veturinn 2012-2013. Helgi er goðsögn hjá KR, en auk þess að þjálfa liðið varð hann sjö sinnum Íslandsmeistari með liðinu sem leikmaður.

Fréttir
- Auglýsing -