Ísland mátti þola tap gegn Bretlandi í dag í ö0ðrum leik sínum í undankeppni HM 2027, 84-90.
Ísland er því með einn sigur og eitt tap líkt og Bretland, en næstu leikir í riðlinum eru um mánaðarmótin febrúar/mars 2026.
Fyrir leik
Sögulega hefur Ísland ekki oft leikið mótsleiki gegn Bretlandi. Síðast lék liðið í tvígang við Bretland í undankeppni EuroBasket 2015. Báða leikina vann Ísland þá, heima á Íslandi þann 10. ágúst 2014, 83-70 og svo úti í Bretlandi tíu dögum seinna 20. ágúst, 71-69. Sigrar Íslands í þeim leikjum voru stórt skref fyrir liðið að tryggja sig í fyrsta skipti inn á lokamót, en síðan þá hefur liðið leikið í þrígang á lokamóti EuroBasket og í aðeins eitt skipti síðan misst af því að tryggja sig inn á það (2022)
Í fyrstu leikjum sínum í þessari undankeppninni höfðu liðin skipst á að vinna og tapa. Ísland lagði lið ítalíu úti í Tortona á meðan Bretland mátti þola tap með minnsta mun mögulegum eftir ótrúlegar lokasekúndur gegn Litháen.

Fyrirliði íslenska liðsins Ægir Þór Steinarsson var heiðraður fyrir leik fyrir að hafa leikið 100 leiki fyrir íslenska landsliðið. Honum tókst þó ekki að bæta við fleiri landsleikjum í dag þar sem hann meiddist í leiknum gegn Ítalíu í Tortona.
Ásamt Ægi Þór var Hörður Axel Vilhjálmsson heiðraður fyrir leik, en hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Hörður Axel var um árabil lykilmaður í íslenska landsliðinu, fór með þeim á tvö lokamót EuroBasket og lék í heild 96 leiki fyrir liðið.

Byrjunarlið Íslands
Það sama og í leiknum gegn Ítalíu fyrir helgi. Tryggvi Snær, Haukur Helgi, Jón Axel, Elvar Már og Martin.
Gangur leiks
Leikurinn fer nokkuð fjörlega af stað og skiptast liðin í nokkur skipti á forystunni í fyrsta fjórðungnum. Breska liðið var afskaplega fast fyrir á þessum upphafsmínútum, en Ísland gerði vel í að svara því með því að mæta sjálfir af hörku. Martin Hermannsson frábær sóknarlega með 9 stig fyrir Ísland í fyrsta leikhlutanum sem endar jafn, 17-17.
Íslenska liðið er skrefinu á undan fyrri hluta annars fjórðungsins. Um miðbygg hans nær breska liðið þó góðu áhlaupi og kemst nokkrum stigum á undan. Mikið til náðu þeir því með vel skipulögðum varnarleik sínum, en íslenska liðið á í mestu vandræðum með að koma boltanum í körfuna undir lok hálfleiksins sem endar 35-43 Bretlandi í vil.
Stigahæstir fyrir Ísland í fyrri hálfleiknum eru Martin Hermannsson með 18 stig og Haukur Helgi Briem Pálsson með 5 stig.

Íslenska liðið verður fyrir mikilli blóðtöku á fyrstu andartökum seinni hálfleiksins er stigahæsti leikmaður vallarins Martin Hermannsson meiðist á hnéi, þarf að yfirgefa völlinn og tekur ekki frekari þátt í leiknum. Breska liðið nær í framhaldi aðeins að ganga á lagið og er munurinn kominn í 18 stig fyrir lokaleikhlutann, 51-69.
Áhlaup íslenska liðsins í upphafi þess fjórða er nokkuð gott. Liðið fær fleiri villur dæmdar á harða vörn breska liðsins, sérstaklega inni í teig og fara gestirnir því að tínast útaf einn af einum. Minnst minnkar íslenska liðið forskot Bretlands niður í 10 stig í fjórðungnum. Þessu svarar breska liðið með að fara setja niður skot á sóknarhelmingi vallarins og þrátt fyrir að íslenska liðinu gangi betur að koma stigum á töfluna sín megin, fer að stigatala Bretlands jafn hratt upp. Niðurstaðan að lokum ósigur Íslands, 84-90.
Kjarninn
Aðdáendur íslenska liðsins eru orðnir góðu vanir í undankeppnum þar sem liðinu hefur oftar en ekki tekist að setja saman frammistöður sem dugað hafa til sigra gegn stórum þjóðum. Slíkt var þó ekki uppi á teningnum gegn Bretlandi í dag. Hægt að telja fjölda hluta sem breska liðið gerði betur en það íslenska í dag. Augljósast líklega þá hörku sem liðinu tókst að setja í leikinn, en á löngum köflum átti Ísland erfitt með að svara henni. Helvíti þungt líka að missa Ægi Þór út í þessum leik og Martin hálfan leikinn.

Atkvæðamestir
Tryggvi Snær Hlinason var atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag með 17 stig, 7 fráköst og 3 varin skot. Þá bætti Haukur Helgi Briem Pálsson við 14 stigum, 10 fráköstum og Martin Hermannsson var með 18 stig
Hvað svo?
Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru heima og heiman gegn Litháen 27. febrúar og 2. mars næstkomandi.
Myndasafn (Gunnar Jónatansson)
Blaðamannafundur



