10:12
{mosimage}
(LeBron James)
Það eru fáir sem hafa ekki tekið eftir öllu umtalinu sem er í kringum Lebron James og árið 2010 þegar hann verður “free agent” og flest lið deildarinnar munu gera tilraun til að fá þennan snjalla leikmann til liðsins. Það er ekki oft sem svo mikið umtal verður um hugsanleg leikmannaskipti heil 2 ár fram í tímann en þegar kemur að leikmanni eins og Lebron James þá er gerð undantekning.
James hefur vakið mikla athygli með því að tala sjálfur um stöðuna sína hjá Cavaliers og margir NBA lýsendur og sérfræðingur hafa gagnrýnt hann fyrir að vera hálfpartinn að svíkja Cleveland með því að tala opinskátt um þetta málefni. James fékk harkalega útreið af Charles Barkley sem kallaði hann vitlausann og sýna enga virðingu fyrir Cleveland og aðdáendum liðsins. Barkley segir að Lebron eigi ekki að vera að velta opinberlega fyrir sér hvort hann eigi að fara frá Cleveland svo snemma. LeBron sjálfur hefur opinberlega sagt að hann muni fara frá Cleveland ef annað lið býður honum betri tækifæri á að vinna titil.
Þau eru nokkur liðin sem hann hefur vakið sérstakan áhuga hjá og undirbúa þau nú sig fyrir að rýma fjárhagsáætlanir sínar til þess að geta gert honum veglegt tilboð eftir tvö ár en það eru engar smá fjárhæðir sem þarf til þess að klófesta leikmann eins og LeBron en hann mun að öllum líkindum fá hámarkslaun deildarinnar eða 64 milljónir dollara
New Jersey Nets:
Snemma fór orðrómur af stað um að Lebron væri hugsanlega með New Jersey Nets ofarlega í huga. Samband Lebron og rapparans Jay-Z þykir vera þar helsti áhrifavaldurinn en þeir eru miklir vinir og Jay-Z er einn eiganda New Jersey liðsins. Hugsanlegt þykir að New Jersey Nets flytja til Brooklyn í New York borg eftir nokkur ár eða á árunum 2011-2013.
New York Knicks:
New York Knicks hafa verið mikið í fréttunum þessa dagana vegna sambands þeirra og Stephon Marbury. New York vilja innilega losna við hann og þá gríðarlegu fjárhæðir sem liðið skuldar honum fyrir að sitja á bekknum. Einnig hafa New York losað sig við Zach Randolph og Jamal Crawford sem gefur þeim gríðarlega mikið fjárhagslegt svigrúm til þess að ná í Lebron árið 2010 og hugsanlega fleiri leikmenn. Chris Bosh verður einnig “free agent” árið 2010 og hugsanlegt þykir að bæði Nets og Knicks munu reyna að ná í báða leikmennina. Ef það yrði að raunveruleika þá yrði það hræðilegt fyrir öll önnur lið í austurdeildinni. Fá lið í deildinni munu hafa efni á báðum leikmönnum og líklegt þyki að New York verði eitt af þeim fáu.
LeBron er sagður horfa á hlutina ekki einungis út frá körfuboltalegu sjónarhorni. Hann er sagður vilja verða ímynd körfuboltans um allan heim og stærri nafn en sjálfur Michael Jordan. Hann hefur látið frá sér að hann vilji verða ríkasti íþróttamaður heims og hefur hann verið duglegur við að eignast áhrifamikla vini á borð við Jay-Z og sjálfan ríkasta mann heims, Warren Buffet. Hann væri líklegri í að ná þessum markmiðum í stórborg á við New York heldur en í Cleveland.
Detroit Pistons
Hluti af ástæðunni fyrir því að Detroit nældu sér í Allen Iverson er samningur hans rennur út árið 2010 sem gerir Detroit kleyft að sækjast eftir Lebron ef Allen Iverson ævintýrið gengur ekki sem skildi. Einnig renna samningar Rasheed Wallace og Richard Hamilton út fyrir þennan tíma sem gerir Detroit kleyft að sækjast eftir Lebron og jafnvel einnig Chris Bosh.
Eftirfarandi stjörnuleikmenn verða “unrestricted” free agents sumarið 2010 og verður fróðlegt að sjá hverjir þeirra munu spila í nýjum búningum 2010-2011.
Chris Bosh
Lebron James
Carlos Boozer
Amare Stoudamire
Dwyane Wade
Kobe Bryant
Paul Pierce
Dirk Nowitzki
Arnar Freyr Magnússon