spot_img
HomeFréttirLeið okkar allra: Ný íslensk íþróttamynd um gullæðið í Hólminum

Leið okkar allra: Ný íslensk íþróttamynd um gullæðið í Hólminum

 
Þann 15. desember kemur út ný Íslensk íþróttamynd um körfuknattleikslið Snæfells. Aldrei hafði Íslandsmeistaratitillinn farið út fyrir suðvesturhorn landsins þar til Snæfelli tókst að landa þeim stóra fyrr á þessu ári.
Í myndinni eru rifjaðar upp stærstu stundirnar, áföllin, spennuna og sigrana sem mörkuðu tímamót í íslenskum körfuknattleik. Í aðalhlutverki eru sjálfir Íslandsmeistararnir en bæjarstjórinn, stuðningsmenn, foreldrar og landsbyggðin öll eru ásamt fyrrverandi húsverði samferðafólk í „Leið Okkar Allra"
 
Myndin kemur út 15. þessa mánaðar í veglegri DVD útgáfu og er seld í lausasölu. Nánari upplýsingar er hægt að finna á Leikbrot.is og Snæfell.is
 
Fréttir
- Auglýsing -