spot_img
HomeFréttirLeggur skóna á hilluna

Leggur skóna á hilluna

Leikmaður Hamars í Subway deild karla Danero Thomas hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Staðfesti hann það í samtali við vefmiðilinn mbl.is eftir tap liðsins gegn Tindastóli í Hveragerði. Ástæðuna segir Danero að hann hafi fengið tilboð til þess að þjálfa lið í fyrstu deildinni, en segist hann ekki geta greint nánar frá hvaða lið að svo stöddu.

Danero er 37 ára gamall, kom upphaflega frá Bandaríkjunum, en varð ríkisborgari Íslands árið 2018. Á feril sínum lék hann fyrir ófá lið í efstu tveimur deildum, Breiðablik, ÍR, Tinda­stól, Þór frá Ak­ur­eyri, Fjölni, Val, KR og Hamar ásamt því að leika fyrir íslenska landsliðið

Fréttir
- Auglýsing -