spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaLeggur skóna á hilluna

Leggur skóna á hilluna

Leikmaður KR Illugi Steingrímsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Tilkynnir leikmaðurinn þetta á samfélagsmiðlum eftir að fyrstu deildar titill félagsins var í höfn í gærkvöldi.

Illugi er 27 ára gamall og er að upplagi úr KR. Lék upp alla yngri flokka félagsins og með meistaraflokki þeirra fyrst árið 2012, en þá var hann einnig á þeim tíma í yngri landsliðum Íslands. Lengst af í meistaraflokki lék hann þó með grönnum þeirra í Val frá árinu 2014 til 2021 og þá átti hann einnig tvö tímabil í Ármanni 2021 til 2023. Fyrir þetta yfirstandandi tímabil skipti hann svo aftur heim í KR.

Karfan óskar Illuga til hamingju með góðan feril og velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Fréttir
- Auglýsing -