spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaLeggur skóna á hilluna

Leggur skóna á hilluna

Landsliðskonan og leikmaður Vals í Subway deild kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Staðfestir hún þetta með færslu á samfélagsmiðlum rétt í þessu.

Hildur Björg er 29 ára gömul og að upplagi úr Stykkishólmi, en þar lék hún með liði Snæfells þangað til hún fór í bandaríska háskólaboltann árið 2014. Síðan hún lauk námi í Bandaríkjunum árið 2017 hefur hún leikið fyrir KR og síðast Val á Íslandi, en þá var hún einnig á mála hjá liðum á Spáni og í Belgíu á þessum tíma. Þá lék hún 38 leiki fyrir Ísland á árunum 2013 til 2022.

Í tvígang hefur Hildur verið valin körfuknattleikskona ársins á Íslandi, í fjögur skipti var hún í úrvalsliði efstu deildar og í þrígang Íslandsmeistari. Fyrst varð hún Íslandsmeistari með Snæfell árið 2013 og síðan með Val árin 2021 og nú síðast 2023.

Ástæðu þess að hún sé að segja staðar numið á þessum tímapunkti segir Hildur höfuðhögg og afleiðingar þeirra hafa áhrif.Karfan óskar Hildi til hamingju með frábæran feril og velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Fréttir
- Auglýsing -