spot_img
HomeFréttirLefty Melo kláraði Celtics í Madison Square Garden

Lefty Melo kláraði Celtics í Madison Square Garden

 

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Í Cleveland var sigurganga Chicago Bulls stöðvuð af austurstrandameisturum síðustu þriggja ára, 115-112. Lebron James atkvæðamestur Cavaliers manna í þeim leik, með 34 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar, á meðan að fyrir Bulls var það Lauri Markkanen sem dróg vagninn með 25 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum.

 

Þá sigruðu New York Knicks lið Boston Celtics í Madison Square Garden með 102 stigum gegn 93. Atkvæðamestur fyrir Celtics var Kyrie Irving með 32 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Knicks var það, aftur, varamaðurinn Michael Beasley sem að var bestur. Á aðeins 25 mínútum spiluðum skilaði hann 32 stigum, 12 fráköstum og stoðsendingu. Hefur Beasley nú skorað rúm 28 stig að meðaltali í leik í síðustu þremur leikjum. Segja mætti að hann væri nú loksins að standa undir þeim viðurnefnum sem aðdáendur hans hafa og hann sjálfur hefur hefuð gefið sér, sem eru Lefty Melo og Walking Bucket.

 

 

Stemming hjá kappanum eftir leik:

 

Aðdáendur í Garðinum hvetj hann áfram:

 

Kyrie var ekki viss hverju hann var að verða vitni að:

 

Í viðtali eftir leik:

 

 

Úrslit næturinnar

Chicago Bulls 112 – 115 Cleveland Cavaliers

Toronto Raptors 114 – 109 Philadelphia 76ers

Boston Celtics 93 – 102 New York Knicks

Memphis Grizzlies 95 – 97 Phoenix Suns

San Antonio Spurs 89 – 100 Utah Jazz

Fréttir
- Auglýsing -