06:00
{mosimage}
LeBron James, leikmaður Cleveland og bandaríska landsliðsins, sagði í viðtali nýlega að bandaríska landsliðið hefði aðeins eitt takmark og það væru gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Kína í sumar.
,,Ég hóf að leika með landsliðinu þegar því gekk sem verst. Mistókst að vinna á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Þrátt fyrir það er takmark Bandaríkjanna ávallt hið sama og það eru gullverðlaun og það verður okkar eina takmark í framtíðinni,” sagði LeBron James.
Mynd: AP



