spot_img
HomeFréttirLeBron sjöundi stigahæsti í sögu NBA!

LeBron sjöundi stigahæsti í sögu NBA!

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Cleveland Cavaliers töpuðu sínum þriðja leik í röð er liðið lá 99-93 á útivelli gegn Chicago Bulls. Í leiknum komst LeBron James upp í 7. sæti yfir þá leikmenn sem hafa gert flest stig í NBA deildinni með 28.599 stig eftir nóttina. Nokkuð er þó enn í toppsætið hjá James en þar tróni Kareem Abdul-Jabbar með 38,387 stig á ferlinum.

Spænski Serbinn Nikola Mirotic var atkvæðamestur í liði Bulls með 28 stig og 10 fráköst og LeBron eins og áður segir með 26 stig fyrir Cleveland en hann daðraði við þrennuna með 10 fráköst og 8 stoðsendingar.

Þá var bakvörðurinn magnaði, Damian Lillard, í ham þegar Portland lagði Houston 117-107. Lillard gerði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Portland en James Harden seti 30 stig og tók 8 fráköst hjá Houston.

Öll úrslit næturinnar:

Detroit 90-89 Brooklyn
Chicago 99-93 Cleveland
Minnesota 119-104 Lakers
Phoenix 118-124 Clippers
Portland 117-107 Houston

Myndbönd næturinnar

 

Fréttir
- Auglýsing -