spot_img
HomeFréttirLeBron rústaði Cleveland!

LeBron rústaði Cleveland!

 
Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og voru þær óblíðar móttökurnar sem LeBron James fékk á sínum gamla heimavelli í Cleveland þegar Miami Heat komu í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að Heat rúllaði upp leiknum 90-118 en heimamenn létu óánægju sína í garð James vel í ljós. 
LeBron gerði 38 stig og gaf 8 stoðsendingar í leiknum og virtist þrífast á áhorfendaskaranum sem var grár fyrir járnum. Hefðin hjá James er sú að koma áður en leikur hefst að ritaraborðinu og setja þar púður á hendurnar á sér og klappa saman höndum með viðeigandi púðurskýi. Sú var tíðin að kappinn hefði kveikt í Quickens Loans Arena með þessum tilburðum en uppskar þess í stað illþyrmileg augnaráð úr stúkunni með tilheyrandi hrópum og köllum. Sjá hér.
 
Einn síns liðs skoraði LeBron James meira en allt byrjunarlið Cleveland í nótt en atkvæðamestur heimamanna var Daniel Gibson með 21 stig.
 
Þá mættust Golden State Warriors og Phoenix Suns þar sem Suns fóru með 101-107 útisigur. Jason Richardson gerði 25 stig í liði Phoenix þar sem Steve Nash var að finna liðsfélaga sína með miklum ágætum, 13 stig hjá kanadíska kappanum og 16 stoðsendingar! Monta Ellis fór mikinn hjá Warriors með 38 stig og 7 stoðsendingar.
 
Ljósmynd/ King James pakkaði gamla liðinu sínu saman í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -