spot_img
HomeFréttirLebron með sigurkörfuna á loka sekúndunni

Lebron með sigurkörfuna á loka sekúndunni

Lebron James var nú rétt í þessu að kvitta fyrir flautu körfu Derrick Rose á föstudag sl. en kappinn setti niður svakalega sigur körfu fyrir Cleveland í fjórða leik liðana og jafnaði þar með einvígið.  86:84 varð loka niðurstaða kvöldsins í United Center í Chicago en Cleveland hafði haft frumkvæðið megnið af fjórða leikhluta. 

 

Cleve­land leiddi með fjórum stigum í hálfleik, 49:45 en snemma í þriðja leikhluta áttu Chicago góðan leik og komu sér í kjörstöðu.  Cleveland náð hinsvegar tökum á leiknum en loka spretturinn var magnaður þar sem fyrr segir Lebron James kláraði á loka flautinu.  Áður hafði hinsvegar Lebron átt að fá víti þegar Joakim Noah braut augljóslega á honum en hann hinsvegar var ákveðinn í því að klára leikinn á einn eða annan hátt. 

 

 

James skoraði 25 stig, tók 13 frá­köst og átti sjö stoðend­ing­ar. Timof­ey Mozgov skoraði 13 stig og tók 10 frá­köst. Kyrie Irv­ing og Trist­an Thomp­son skoruðu 12 stig hvor. 

Derrick Rose skoraði 31 stig fyr­ir Chicago og Jimmy Butler skoraði 19 stig.

Fréttir
- Auglýsing -