spot_img
HomeFréttirLeBron James til Los Angeles Lakers

LeBron James til Los Angeles Lakers

 

Samkvæmt Klutch Sport Group, umboðsskrifstofu LeBron James, þá hefur hann skrifað undir fjögurra ára, 154 miljóna dollara samning við Los Angeles Lakers.

 

James, sem kemur frá Cleveland Cavaliers, hefur í fjögur skipti verið valinn besti leikmaður deildarinnar, þrisvar úrslitanna, fjórtán skipti valinn í stjörnuliðið og í tvö skipti hefur hann unnið Ólympíugull.

 

Þá er félagið einnig hafa gert áframhaldandi samning við Kentavious Caldwell-Pope og einnig gert samning við Lance Stephenson.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -