Meistarar Cleveland Cavaliers sigruðu Boston Celtics í fimmta leik liðanna í úrslitum austurstrandar NBA deildarinnar, 135-102. Cleveland því búið að sigra seríuna 4-1 og mæta næst sigurvegurum vesturstrandarinnar, Golden State Warriors, þriðja árið í röð í úrslitum um titilinn.
Fyrir leik var það vitað að Lebron James ætti stutt eftir í að verða stigahæsti leikmaður úrslitakeppninnar frá upphafi. Aðeins munaði 28 stigum á honum og Michael Jordan sem var í fyrsta sætinu. Lebron gerði gott betur, var atkvæðamestur sinna manna í leiknum með 35 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar og er nú sá stigahæsti frá upphafi. Fyrir heimamenn í Boston var það Avery Bradley sem að dróg vagninn með 23 stigum og 4 fráköstum.
Það helsta úr leiknum: