14:12
{mosimage}
FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandið, hefur gert samning við íslenska fyrirtækið Sideline Sports um að fyrirtækið taki að sér að framleiða allt kennsluefni í körfuknattleik fyrir sambandið næstu fjögur árin. Sideline Sports hefur aðsetur á Selfossi og hefur undanfarin ár séð um að leikgreina öll stórmót á vegum FIFA, svo sem heimsmeistarakeppnina.
Brynjar Karl Sigurðsson, annar aðaleigenda Sideline Sports, er í ítarlegu viðtali í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem hann segir frá útrásinni, sögunni á bakvið ævintýrið og mögnuðu uppeldisstarfi sem hann stendur að í körfuboltanum á Selfossi.
„Sem dæmi má nefna að landsliðsþjálfari Bandaríkjanna getur með einfaldri skipun fengið myndbrot frá öllum skotum LeBron James í síðustu heimsmeistarakeppni. Hann getur í raun fengið myndbrot og tölfræðigreiningu frá ótal mörgum atvikum – með lítilli fyrirhöfn, á sama tíma," segir Brynjar Karl m.a. við Morgunblaðið í dag.
Þá kemur fram að hugbúnaður Sideline Sports er notaður af nokkrum liðum í NBA-deildinni, svo sem Denver Nuggets og New Jersey Nets, og menn á borð við Allen Iverson og Jason Kidd eru því leikgreindir með honum í hverjum leik.
Heil opna er um málið í Morgunblaðinu í dag svo það er um að gera að drífa sig út í búð og kaupa blaðið.
Mynd: www.basket.is



