spot_img
HomeFréttirLeBron í ham er Cleveland tók 3-2 forystu

LeBron í ham er Cleveland tók 3-2 forystu

Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum NBA deildarinnar í nótt. Cleveland Cavaliers tóku 3-2 forystu gegn Chicago Bulls með 106-101 sigri en Houston Rockets náðu að minnka muninn í 3-2 gegn LA Clippers.

LeBron James var í ham í liði Cleveland með 38 stig, 12 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 varin skot. Hjá Bulls Jimmy Butler með 29 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar. Taj Gibson var hent úr húsi eftir klafs, röng niðurstaða þar sem hann var ekki einn um hamaganginn. 

Mirotic setti svo rosalega flautukörfu þegar þriðja leikhluta lauk – magnað

James Harden splæsti í magnaða þrennu í 124-103 sigri Houston á LA Clippers í nótt. Harden var með 26 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar í liði Rockets. Blake Griffin átti einnig öflugan dag hjá Clippers með 30 stig og 16 fráköst. 

Staðan á undanúrslitarimmum liðanna:

LA Clippers 3-2 Houston
Cleveland 3-2 Chicago

Fréttir
- Auglýsing -