Það var Lebron James sem að fór fyrir sínum mönnum með einni mögnuðustu frammistöðu frá upphafi NBA deildarinnar. Kappinn endaði með 48 stig og skoraði síðustu 25 síðustu stig fyrir lið sitt eftir tvöfalda framlengingu í Detrioit. Þrátt fyrir allt var Lebron hógvær og þakkaði liðsfélögum sínum fyrir sitt framtak. 109-107 var lokastaðan eins og fyrr segir og það sem stendur uppúr frá þessum leik var frammistaða leikmanns númer 23 í liði Cleveland sem hefur svo sannarlega stimplað nafn sitt á spjöld sögunnar með þessari frammistöðu.



