spot_img
HomeFréttirLebron fleygði gleraugunum fljótt

Lebron fleygði gleraugunum fljótt

 

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Stórleikur næturinnar var þegar að meistarar Cleveland Cavaliers tóku á móti Washington Wizards. Liðin tvö, ásamt Toronto Raptors og Boston Celtics, í harðri baráttu þessa dagana um toppsætið í austurströndinni. Með sigrinum færðist Wizards nær toppinum, eru nú aðeins 2 sigurleikjum frá Celtics og Cavaliers, sem eru efstir.

 

Þá tryggðu lið Los Angeles Clippers og Toronto Raptors úrslitakeppnissæti sín með sigrum í nótt. Sætin voru svosem kannski ekki eitthvað sem forráðamenn liðanna voru að svitna mikið yfir, ansi mikið hefði þurft að fara úrskeiðis svo að þessi lið hefðu ekki verið með í úrslitakeppni þessa árs. Stóra frétt næturinnar var kannski sú að í tapleik sinna manna í Cleveland Cavaliers reyndi Lebron James að nota gleraugu til þess að verja hægra auga sitt, sem hann meiddist lítillega á í sigri á Charlotte Hornets á dögunum. Eins og sjá má hér að neðan gekk það aðeins stuttan hluta leiksins áður en hann reif þau af sér og fleygði þeim.

 

 

Goggled LeBron didn't last long _x1f602_

A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) on

 

Kappinn hafði þó gaman af þessu sjálfur:

 

Staðan í deildinni

 

 

Úrslit næturinnar

Utah Jazz 95 – 108 Los Angeles Clippers

Washington Wizards 127 – 115 Cleveland Cavaliers

Toronto Raptors 94 – 86 Dallas Mavericks

New York Knicks 98 – 106 San Antonio Spurs

Minnesota Timberwolves 100 – 112 Portland Trail Blazers

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -