Lebron James er ekki vanur að deila sviðsljósinu og var engin undantekning á því í nótt þegar einstaklega heppinn stuðningsmaður Miami Heat setti niður miðjuskot sem tryggði honum 75 þúsund dollara í verðlaun eða heilar 9, 6 milljónir íslenskra króna. Strax og skotið söng í netinu trylltist allt húsið og var Lebron James þar fremstur í flokki þar sem hann hleypur inná völlinn og stekkur í fangið á heppnum stuðningsmanni. Sjón er sögu ríkari og mælum við með að þú horfir á video af þessu skemmtilega uppátæki hérna fyrir neðan.