spot_img
HomeFréttirLaugdælir á fullu að undirbúa veru sína í 1. deild

Laugdælir á fullu að undirbúa veru sína í 1. deild

12:00

{mosimage}

Óskar Þórðarson í leik gegn ÍA 

Karfan.is fór á stúfana  og kannaði hvernig landið liggur á Laugarvatni fyrir næsta vetur en Laugdælir unnu sér rétt til að leika í 1. deild karla að ári og einhver orðrómur hefur verið um að þeir muni ekki nýta sér þann rétt. Óskar Þórðarson þjálfari liðsins sagði í samtali við karfan.is að liðið ætlaði sér að leika í 1. deild og nú væri verið að skoða með leikmannamál.

Kanna hug þeirra leikmanna sem eru í skóla á Laugarvatni en hafa verið að spila annarsstaðar og eins að skoða hverjir eru á leið í skóla á Laugarvatni og hafa áhuga á að spila körfubolta. Eins og Óskar orðaði það, það eru allir velkomnir í Laugdæli sem eru tilbúnir að spila á þeirra forsendum en Laugdælir bjóða ekki mönnum upp á sérkjör fyrir að spila með þeim.

Þá staðfesti Óskar að hann myndi þjálfa liðið áfram.

[email protected]

Mynd: www.sunnlenska.is

 

Fréttir
- Auglýsing -