spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Laugardalur lokaður fyrir umferð frá 12:00 á morgun

Laugardalur lokaður fyrir umferð frá 12:00 á morgun

Vegna tónleika Ed Sheeran og viðburða tengda þeim verður lokað fyrir alla umferð í kringum Laugardalshöllina frá kl.12:00 laugardag, en leikur Íslands og Sviss í undankeppni EM 2019 hefst kl. 13:00 í Laugardalshöll. Leiktíminn er um margt óvenjulegur vegna tónleikanna og mikils mannfjölda í Laugardalnum og því er fólki bent á að gera viðeigandi ráðstafanir.

Þar sem ekki er hægt að leggja bifreiðum í Laugardalnum á fyrrgreindum tíma vill KKÍ beina því til stuðningsmanna að leggja bifreiðum sínum löglega á opnum bílastæðum og þeir eru jafnframt hvattir til þess að kynna sér vel yfirlitsmynd um lokanir þessa helgina hér fyrir neðan.

KKÍ og tónleikahaldarar hafi unnið í góðri samvinnu að þessu verkefni og er það von allra sem að viðburðunum koma að þessar lokanir valdi sem minnstum óþægindum.

Fréttir
- Auglýsing -