spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Laugardalshöllin verður full í fyrsta leik undankeppni EuroBasket 2025

Laugardalshöllin verður full í fyrsta leik undankeppni EuroBasket 2025

Uppselt er á fyrsta leik Íslands gegn Ungverjalandi í Laugardalshöll komandi fimmtudag 22. febrúar. Staðfestir KKÍ það með fréttatilkynningu fyrr í dag.

Enn frekar tekur sambandið fram að mögulega bætist við nokkrir miðar í sölu eftir að boðsmiðar verða staðfestir, en það mun koma í ljós og verður auglýst sérstaklega þriðjudag/miðvikudag.

Leikurinn er annar tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en þeir munu svo mæta Tyrklandi ytra sunnudag 25. febrúar.

Báðir verða leikirnir í beinni útsendingu á RÚV.

Hérna er heimasíða mótsins

Fréttir
- Auglýsing -