spot_img
HomeFréttirLauflétt hjá Val(Umfjöllun)

Lauflétt hjá Val(Umfjöllun)

11:15

{mosimage}

Valsmenn byrjuðu nýja árið af krafti en þeir unnu sannfærandi sigur á Reyni Sandgerði á heimavelli sínum, Vodafone-höllinni, í 1. deild karla í gærkvöldi. Valsmenn voru fyrir leikinn í 4.-6. sæti ásamt Haukum og Hetti með átta stig eftir átta leiki en frammistaða þeirra í vetur hefur valdið vonbrigðum. Rob Hodgson, spilandi þjálfari Valsmanna, lék sinn fyrsta leik í kvöld og var nokkuð sprækur og er liðið nú fullmanað fyrir lokasprettinn í 1. deild karla.

Valur var sterkari allan leikinn og var hann aðeins spennandi til að byrja með. Í stöðunni 22-18 kom góður kafli hjá heimamönnum og fór forskot þeirra upp í 13 stig. Rúnar Pálsson lokaði fyrsta leikhluta með þriggja-stiga körfu fyrir Reynismenn sem gerði það að verkum að munurinn var 10 stig eftir upphafs leikhlutann, 31-21.

Í öðrum leikhluta stungu Valsmenn af og fóru með muninn yfir 20 stig en Valur jók muninn um helming í leikhlutanum og leiddu 58-38 í hálfleik.

{mosimage}

Seinni hálfleikur var formsatriði fyrir heimamenn sem skiptu ört um leikmenn og voru margir leikmenn að spreyta sig. Munurinn jókst í þriðja leikhluta og var munurinn 26 stig áður en lokaleikhlutinn hófst 82-56 og lokatölur voru 105-75.

Hjá Val var Jason Harden stigahæstur með 23 stig ásamt því taka 9 fráköst, verja 6 skot, stela 5 boltum og gefa 5 stoðsendingar en hann fékk 43 stig í framlag. Margir leikmenn voru að spila vel í jöfnu liði Vals en næstur Harden í stigaskorun kom Craig Walls með 21 stig og 11 fráköst.

Hjá gestunum var Ólafur Aron Ingvarsson stigahæstu rmeð 16 stig.

Tölfræði leiksins

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -